Hvernig munu greiðslur í netverslunum breytast 2022.

Að byrja með netverslun hefur aldrei verið auðveldara, þökk sé netverslanakerfum á borð við Shopify, Magento, WooCommerce og Wix. Fyrirtæki og frumkvöðlar geta nú byggt upp netverslanir sínar innan nokkurra klukkustunda en alþjóðlegt greiðsluumhverfi er orðið flóknara en nokkru sinni. Eftir því sem neytendur héldu áfram að færa sig frá reiðufé í stafrænar greiðslur árið 2020 urðu greiðsluleiðirnar brotakenndari og staðbundnari. Hér hefur Rapyd tekið saman fjóra strauma í netverslunum sem gefa kaupmönnum innsýn í hvernig eigi að undirbúa áframhaldandi vöxt og breytingar á alþjóðlegum mörkuðum.

Ítarleg umfjöllun um þetta efni má sjá í The eCommerce of Everything, pallborðsumræðum af Singapore Fintech Festival

The-eCommerce-of-Everything-e1610485988729

Fjórir straumar í netverslun til að fylgjast með

1. Greiðsluumhverfið verður flóknara

Það er enginn samnefnari sem getur tengt allar greiðslur milli landa. Skoðum t.d. fjölbreytnina innan Asíu:

  • Fólk í Indónesíu borgar með greiðslu af bankareikningi og símaveski. Á Indlandi greiðir það með samræmdu greiðsluviðmóti (UPI greiðslum).
  • Í öðrum löndum á borð við Singapúr greiðir fólk með staðbundnum greiðsluleiðum á borð við PayNow.
  • Á sama tíma er kreditkortaeign mikil í Japan, að meðaltali eru 3,2 kort á mann. 

Til þess að kafa aðeins dýpra í síðasta dæmið er nærri helmingur viðskipta í netverslunum í Japan þó með reiðufé, og greiðsla því við afhendingu eða þegar sótt er í verslun auk millifærslna. Þrátt fyrir háan fjölda kreditkorta á hvern einstakling er þó stór hluti einstaklinga sem eiga bankareikninga ekki með kort og því hafa greiðslur með reiðufé haldið stöðu sinni í faraldrinum.

2. Breyting á greiðsluhegðun gerist mishratt

Þótt sumar greiðsluleiðir bundnar við ákveðin lönd séu seinar til breytinga eru þær annars staðar að breytast of hratt til að netverslanir nái að halda í við þær. Tökum sem dæmi endurreisn QR kóðanna. Þeir hafa lengi verið sterkir á kínverskum markaði en nú hafa indverskir neytendur byrjað að færa sig í átt að QR til þess að borga í “mom and pop” verslunum. Í Singapúr er QR nú samþykkt á mun fleiri stöðum vegna þess að neytendur kjósa það.

Í heimi fjölrása verslunar (e. omnichannel commerce), hefur það hvernig neytendur borga stöðugt verið að þróast. Pine Labs, sem tekur til um 95% allra eftirágreiðslna utan netsins á Indlandi, opinberaði nýlega á Singapore Fintech Festival’s eCommerce of Everything pallborðsumræðum að viðskiptum hjá þeim hafi fjölgað um 80% milli ára einungis vegna eftirágreiðslna. Eftirágreiðslur fyrirtækisins hafa vaxið á dreifbýlismörkuðum Indlands, sem gagnast litlum kaupmönnum sem eru að verða viljugri til að veita neytendum greiðslufrest.

3. Sölutorg verða drifkraftur aukningar í netverslun á heimsvísu

Sölutorg munu áfram verða grunnstoðir í verslun á heimsvísu 2022. Áætlað er að sölutorg á netinu séu ábyrg fyrir yfir helmingi netverslunar bara í Asíu, þökk sé síðum á borð við Lazada, Zalora og Bukalapak í Indónesíu. Stærð og markhópar sölutorga á netinu veita söluaðilum stærðarhagkvæmni og mjög hraða sölu. Í Suðaustur-Asíu bera neytendur saman þrjá eða fjóra sölustaði fyrir sömu vöru áður en þeir kaupa þannig að sölutorg bjóða söluaðilum betri möguleika á að finnast.

4. Kröfur neytenda um einfalt greiðsluferli munu aukast

Greiðsluferlið mun áfram vera stærsta áskorunin á sama tíma og það verður stærsta tækifærið 2022. Fyrirtæki sem ráða við flækjustig greiðsluleiða án þess að skapa óþægindi fyrir notendur í greiðsluferli munu selja meira en keppinautar þeirra. En það er hægara sagt en gert. Í Suðaustur-Asíu eru kort almennt minnst notaða greiðsluleiðin.

„Evrópska“ eða „ameríska“ greiðslusíðan, þar sem neytendur þurfa að skrá 16 tölustafa númer auk gildistíma og CVV númers er eftir sem áður vond notendaupplifun. Að vita hvaða greiðsluleið er best fyrir hvaða viðskiptavin, á ákveðnum markaði, mun áfram verða lykilkostur fyrir netverslanir hvar sem er.

2 Icelandic Handball Players Hugging, Representing Play Hard, Be Fair
2 Icelandic Handball Players Hugging, Representing Play Hard, Be Fair

Subscribe Via Email

Thank You!

You’ve Been Subscribed.