Skip to content

Get the Ground-Breaking Report on High-Opportunity Industries.

UPPGJÖRSLEIÐIR

Rapyd býður söluaðilum sem hafa verið með samfellda veltu í 3 mánuði eða lengur upp á þrjár mismunandi uppgjörsleiðir, allt eftir þörfum hvers og eins.

MÁNAÐARLEGT UPPGJÖR

  • Færslur greiddar til söluaðila fyrst virka dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur.
  • Uppgjörstímabil vegna kreditkorta er u.þ.b. 30 dagar og miðast við 22. hvers mánaðar til og með 21. næsta mánaðar.

DAGLEGT UPPGJÖR

Söluaðilar geta óskað eftur daglegum greiðslum á öllum kortategundum. Það fer eftir áhættumati Rapyd hvort beiðni um daglegt uppgjör er samþykkt af hálfu Rapyd. Í einhverjum tilvikum kann Rapyd að seinka greiðslum ávallt um ákveðinn dagafjölda til að mæta áhættu eða seinkaðri afhendingu á vöru eða þjónustu hjá söluaðila.

  • Vinsamlegast athugið að greiðslur eru framkvæmdar alla virka daga en ekki um helgar eða á opinberum frídögum.

VIKULEGT UPPGJÖR

Vikulegt uppgjör er leið sem hentar þeim sem vilja fara milliveginn og fá kreditkortaveltu greidda út einu sinni í viku.

  • Færslur greiddar til söluaðila vikulega, 7 síðustu dagar greiddir út.

Hringdu í síma 525-2055 eða sendu okkur póst á sala@rapyd.net til að fá nánari upplýsingar um uppgjörsleiðir sem henta þér.