Hvernig má gera kaupferlið á netinu skilvirkara?

Þökk sé bættri tækni, tengingum og þægindum er áætlað að meira en helmingur kaupa á netinu muni koma frá símum árið 2021. (Rapyd) Til að mynda munu neytendur verja meiri tíma í að horfa á myndbönd og vafra í gegnum myndir á netinu árið 2021 en nokkru sinni fyrr. Fyrir smásölufyrirtæki er kaupvænt efni (e. shoppable content) sniðug leið til að gera ferlið frá vafri að kaupum hnökralaust, svo að mynd og vara tengist og neytendur geti keypt beint í gegnum það efni sem þeir eru að skoða hverju sinni. 

Hvað er efni sem hægt er versla beint í gegnum?

Kaupvænt efni gerir neytendum kleift að smella á vöru sem er til sýnis á mynd, í myndbandi, „lookbook“, netvörubæklingi o.s.frv. Smellurinn getur sett vöruna í körfu eða sent neytandann í greiðsluferli þar sem hann getur keypt strax. Þetta fækkar smellum á milli þess að sjá vöru og að klára kaup, sérstaklega þegar það er notað á samfélagsmiðlum og í myndböndum. Með því að bjóða upp á beinan tengil úr efni í körfu, eru smásalar að fá meiri umferð og verðmætari sölur. (Styla)

Kostirnir fyrir fyrirtæki

  • Styttri vegferð viðskiptavina – með möguleikanum á að kaupa beint er dregið úr hnökrunum á leiðinni að kaupum. Þetta dregur úr hindrunum í kaupferlinu og býður upp á einfaldað og styttra kaup- og greiðsluferli.
  • Betri neytendaupplifun – að spara kaupandanum tíma og að einfalda kaupferlið bætir reynslu hans. Hratt og hnökralaust greiðsluferli sem býður valdar greiðsluleiðir er nauðsynlegt til þess að fækka yfirgefnum körfum og bætir söluhlutfall. (Rapyd)  
  • Kræktu í neytendur í kauphugleiðingum – Nærri 45% jarðarbúa eru á samfélagsmiðlum. (Oberlo) Ef fólk er að skoða efni og sérstaklega ef það hefur gagngert leitað að því er þaðmun líklegra til að kaupa heldur en einhver sem er fóðraður á auglýsingu á kantinum á vefsíðu.
  • Mælanlegra – Sölur og aðrar verðmætar aðgerðir (e. conversions) sem eigna má efni er mun auðveldara að rekja. Smásalar geta reiknað slíkar aðgerðir og vaktað smelli á vörur til þess að sjá hvar breytinga er þörf fyrir bætta arðsemi.

Dæmi um kaupvænt efni

Kaupvænt efni er að breyta umhverfinu fyrir fyrirtæki til muna, með aukinni virkni viðskiptavina og hraðari viðskiptum. Fyrir netverslanir mun notkun kaupvæns efnis bæta upplifun neytenda og er mögulegt að útfæra hana á ýmsa vegu. Hægt er að setja upp kaupvænt efni, mæla það og besta í gegnum stafræna miðla sem eru til staðar án mikillar fjárfestingar.

Kaupvænn texti/myndir

Í sinni einföldustu mynd getur kaupvænt efni verið textatengill á viðeigandi vöru eða mynd sem inniheldur merki með kaupmöguleikum fyrir vörurnar á myndinni. Þessi tengill býður viðskiptavininum möguleikann á að bregðast við áhuga eða kauphugleiðingum um leið – og færa þá úr vafri að kaupum.

Marks and Spencers, breska smásöluverslunin, notar bloggið sitt til þess að kynna vörur úr netversluninni.

Ef efnið á blogginu vekur áhuga hafa neytendur möguleikann á að smella beint yfir á vörusíðuna til þess að kaupa.

Style shoppable conent

Kaupvæn myndbönd

Myndbönd grípa og halda athygli neytenda mun betur en myndir. Kaupvænt myndbandsefni getur bæði miðlað skilaboðum tengdum einstaka vöru eða almennari vitund um vörumerkið með aðlaðandi upplifun sem getur hvatt til kaupa þá og þegar. Smásalar geta stuðlað að söluaukningu með kaupvænum tenglum frá vörumyndum í vörumerkjamyndböndum og myndbandsauglýsingum, sem gerir neytendum kleift að kaupa beint í gegnum efnið.

Harper’s Bazaar starfaði með áhrifavaldi til þess að búa til kaupvænt gagnvirkt myndband sem var kallað „The Sport of Being Hannah Bronfman“.

Harpers’s Bazaar sýndu vörur úr netverslun í sportlegu myndbroti sem áhorfendur gátu keypt beint í gegnum myndbandið. Myndbandinu var deilt 80 þúsund sinnum á samfélagsmiðlum á meðan greininni (sem ekki var gagnvirk) var deilt 138 sinnum.

Harpers Bazaar shoppable content

Að versla á samfélagsmiðlum/kaupvænar færslur

Samfélagsmiðlar eru kjörinn vettvangur fyrir kaupvænt efni. Þörfin fyrir að beina notendum af samfélagsmiðli yfir á netverslun og viðbótarskrefin til að ljúka greiðsluferli veldur hærra hlutfalli yfirgefinna karfa fyrir auglýsendur. Til að bregðast við hafa miðlar á borð við Facebook og Instagram þróað kerfi til að bjóða notendum að kaupa án þess að yfirgefa miðlana. Með kaupvænum færslum er verslunin komin til neytandans í staðinn fyrir að neytandinn sé dreginn inn í verslunina.

Kaupvænt efni á Instagram

Kaupvænar færslur á Instagram eru merktar með innkaupapokamerki. Ef notandi smellir á þær er vara á myndinni kynnt með viðbótarupplýsingum og möguleikum á að kaupa eða heimsækja vefsíðuna. Enn sem komið er hefur Instagram ekki opnað fyrir þennan möguleika í öllum löndum, þar á meðal Íslandi.

Ritual Cosmetics býr til kaupvænt Instagram efni til þess að sýna hvernig vörur þeirra falla að daglegu lífi kaupandans.

Kaupvænt Instagram efni sýnir vörurnar í fallegum tilbúnum aðstæðum, án beins fókuss á vöruna sjálfa til þess að búa til aðlaðandi mynd sem á að virkja notanda til þess að bregðast við og kaupa.

Ritual Cosmetics shoppable content

Barbour hjálpar neytendum að finna og kaupa það sem passar stíl hvers og eins.

Barbour, sem var stofnað 1894 býður föt fyrir karla, konur og börn. Með kaupvænum auglýsingum og færslum á Instagram tengjast þeir markhópnum og hafa aukið sölu um 42% og umferð á vefsíðuna frá Instagram hefur aukist um 98%.

Instagram shoppable content

Facebook Shops gefur smásölum vettvang til þess að ná til neytenda á netinu. Sýndarverslanir á Facebook síðum fyrirtækja gera neytandanum kleift að uppgötva, deila og kaupa án þess að yfirgefa nokkru sinni samfélagsmiðilinn.

Ink Meets Paper býður Facebook samfélagi sínu að kaupa án þess að yfirgefa miðilinn.

Með því að vera með takka á fyrirtækjasíðunni (e. Business Page) sem er beintengdur Facebook Shop getur þessi smásali notið góðs af fylgjendum sínum og boðið þeim efnið og þægindin við að breyta þeim í viðskiptavini.

shoppable content from brands

Hvernig á að búa til kaupvæna færslu á Instagram eða Facebook?

  • Til þess að búa til kaupvænar Facebook eða Instagram auglýsingar verða smásalar að tryggja að þeir eigi reikninga á hverjum miðli. Á Facebook þýðir þetta Facebook síða í staðinn fyrir prófíl og á Instagram að vera með fyrirtækjaaðgang.
  • Þessir tveir aðgangar þurfa ekki að vera tengdir saman.
  • Vörurnar sem eru í boði þurfa að lúta skilmálum Instagram/Facebook.
  • Facebook fyrirtækjaaðgangurinn þarf að vera tengdur við Facebook Catalogue, annaðhvort í gegnum Facebook Business Manager eða í gegnum netverslunarkerfi (t.d. Shopify eða BigCommerce)
  • Bætið Instagram við netverslunarkerfi og þegar það er samþykkt, virkið Shopping í stillingum á Instagram.

Pinterest

„Buyable Pins“ frá Pinterest gera neytendum kleift að kaupa beint í gegnum Pinterest án þess að fara annað. Nærri 50% Pinterest notenda 2019 sögðust nota miðilinn til þess að finna eða kaupa vörur. (Cowen and Company) Þetta gerir Pinterest að mikilvægri rás fyrir fyrirtæki til að safna kauptækifærum, auka sölu og byggja upp vörumerkjavitund.

River Island fylgjendur og hugsanlegir viðskiptavinir geta skoðað og keypt öll ‘Products Pins’ sem safnað er saman á aðalsíðu fyrirtækisins.

Vel sýnilegur Shop fáni gerir notendum kleift að kaupa vörur beint af prófílnum og að skapa umferð í netverslunina.

Shoppable content from brands Pinterest

Hvernig á að setja upp Buyable Pins á Pinterest?

  • Smásalar þurfa að vera með Pinterest fyrirtækjaaðgang til þess að búa til Buyable Pins og heimasíða fyrirtækisins verður að vera tengd netverslunarkerfi með tengimöguleika við Pinterest.
  • Fyrirtækið þarf að sækja um samþykki fyrir því að tengja síðuna við Pinterest Buyable Pins og það gæti tekið 3-5 virka daga fyrir buyable pins að birtast í leitarniðurstöðum.
  • Að vista Buyable Pins í opinberar töflur (e. public boards) sem ná til fleiri en fylgjenda og getur tengst nýjum mögulegum kaupendum.

Að blanda saman efni og verslun stuðlar að kaupum og eykur tekjur

Kaupvænt efni bætir lykilmælikvarða á öllum stigum vegferðar kaupenda, allt frá því að skapa ný kauptækifæri til umbreytingar og sölu. Að tvinna saman kaupmöguleika og áhugavert og viðeigandi efni hefur skapað aðlaðandi og skilvirka reynslu, sem krefst lágmarkserfiðis frá neytanda og hámarkar söluhlutfall og tekjur fyrir smásala.

Heimildir

Cowen and Company. “”Shoptalk 2019: Key Takeaways for Ecommerce, Visual Search, and Fulfillment.”” Cowen and Company, February 2019, https://www.emarketer.com/chart/226979/social-media-activities-performed-by-us-social-media-users-by-platform-feb-2019-of-respondents.

Oberlo. “10 SOCIAL MEDIA STATISTICS YOU NEED TO KNOW IN 2020.” 2020, https://www.oberlo.com/blog/social-media-marketing-statistics.

Rapyd. “The Future of Commerce is Mobile.” August 2020, https://www.rapyd.net/blog/the-mobile-payments-revolution-is-happening-today-is-your-business-ready/.

Rapyd. “The Mobile Payments Revolution Is Happening Today. Is Your Business Ready?” August 2020, https://www.rapyd.net/blog/the-mobile-payments-revolution-is-happening-today-is-your-business-ready/.

Styla. “What Is Shoppable Content?” Styla, https://blog.styla.com/en/what-is-shoppable-content.

 

2 Icelandic Handball Players Hugging, Representing Play Hard, Be Fair
2 Icelandic Handball Players Hugging, Representing Play Hard, Be Fair

Subscribe Via Email

Thank You!

You’ve Been Subscribed.