Skip to content

INNLESTUR BÓKHALDSGAGNA

MIKILL TÍMASPARNAÐUR MEÐ INNLESTRI BÓKHALDSGAGNA

Innlestur bókhaldsgagna frá þjónustuvefnum yfir í Navision og DK gerir notandanum kleift að sækja allar kortafærslur og uppgjör frá Rapyd fyrir þitt fyrirtæki. Með því að nota Innlestur bókhaldsgagna getur þú valið á milli að sjá debet eða kredit uppgjör auk annarra möguleika sem völ er á. Með því að nýta sér Innlestur bókhaldsgagna getur þú stýrt tengingunni með Navision og DK, stillt á fyrirfram skilgreinda bókhaldslykla og bókað strax í kjölfarið.

Mikill tímasparnaður er fólgin í því að nýta sér veftengingu bókhaldsgagna auk þæginda í starfi en Rapyd hefur látið forrita á móti bókhaldsforritunum Navision og DK.

Söluaðili þarf að vita hver þjónustuaðili bókhaldskerfisins er t.d. Advania, Origo, Rue Du Net eða DK. Því næst er óskað eftir vefþjónustutengingu við Rapyd ef hún er ekki til staðar. Rapyd úthlutar aðgangsupplýsingum, notandanafn og lykilorð. Að lokum er óskað eftir við þjónustuaðila að fá veftenginguna fyrir innlestur bókhaldsgagna uppsetta.

Kanna þarf hjá hverjum þjónustuaðila fyrir sig hvort kostnaður fylgir uppsetningu. Enginn viðbótarkostnaður til Rapyd fylgir við notkun á Innlestri bókhaldsgagna.

Kona með tölvu í bakhúsinu verslunar sem notast við Innlestur bókhaldsgagna.