Skip to content

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefnu Valitor hf., fyrirtækis í eigu Rapyd er ætlað að vera í samræmi við 6. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Auk þess uppfyllir Valitor staðalinn ÍST 85:2012 varðandi ákvarðanir um laun, þar sem staðallinn segir að viðmið ákvörðunar um laun skulu vera fyrirfram ákveðin og hvorki fela í sér beina eða óbeina kynbundna mismunun, né ójöfnuð af öðru tagi.

Konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skal njóta jafnra launa fyrir sambærilega frammistöðu í samskonar eða sambærilegum störfum. Þetta  felur í sér sömu réttindi er varða eftirlaun, orlof og veikindaleyfi sem og önnur starfskjör eða réttindi sem innifela í sér fjárhagsleg verðmæti.

Til að tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur, skuldbindur félagið sig til að setja jafnlaunamarkmið, framkvæma reglulegar launagreiningar, innri og ytri úttektir ásamt rýni á niðurstöðum þar sem þörf er á.

Þessi stefna er endurskoðuð og áætlanir um umbætur samþykktar, árlega á rýnifundi framkvæmdastjórnar félagsins.