ísraelska fjár­tækni­fé­lagið Ra­pyd og Arion banki hafa gert sam­komu­lag um kaup Ra­pyd á Valitor hf. Kaup­verð er 100 milljónir banda­ríkja­dala, um 12,3 milljarðar ís­lenskra króna. Áætlað er að kaupin klárist í lok árs en gerður er fyrirvari um samþykki eftirlitsaðila. Kaupin eru sögð styrkja vöruframboð Rapyd í Evrópu. Þetta kemur fram í til­kynningu til kaup­hallarinnar.

Á­hrif við­skiptanna á fjár­hag Arion banka verða já­kvæð um rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munurinn á sölu­verði og bók­færðu virði fé­lagsins að frá­dregnum sölu­kostnaði. Þá á­ætlar bankinn að um­fram eigið fé hækki um 8 til 11 milljarða króna.

Kaupverð Rapyd á Valitor er um þrefalt hærra en það sem SaltPay borgaði fyrir 96% hlut í Borgun á síðasta ári en SaltPay borgaði um 4,3 milljarða fyrir Borgun.

Image from Viðskiptablaðið Linkedin.

Read the full article